Sala ársmiða á alla heimaleiki Íslands í undankeppni EM 2020 í knattspyrnu karla hefst þriðjudaginn 11. desember á Tix.is. Leikirnir fara allir fram innan ársins 2019. Smellið hér til að skoða leikina.

KSÍ býður til sölu ársmiða á alla fimm heimaleiki Íslands í undankeppni EM 2020, sem fara fram á Laugardalsvelli frá júní fram í október 2019. 

Ársmiðahafar fá kort með nafninu sínu og upplýsingum um sæti. Kortið verður strikamerkt og gildir sem aðgöngumiði á alla leikina. Ársmiðarnir verða afhentir (eða sendir í pósti) í gjafaöskju með óvæntum glaðningi. 

Auk þess að tryggja ársmiðahafa sæti á öllum heimaleikjum Íslands í undankeppni EM 2020 fá korthafar aðgang að opinni æfingu liðsins á árinu 2019. 

Errea veitir ársmiðahöfum 15% afslátt af landsliðsvörum. Þá geta heppnir ársmiðkaupendur átt von á að vinna baksviðspassa Vodafone á heimaleikjum.

Hægt er að kaupa 4 ársmiða í hverri pöntun og í boði eru sæti í öllum verðsvæðum. Með því að kaupa ársmiða færðu 20% afslátt af almennu miðaverði. Auk þessa er veittur 50% afsláttur fyrir börn (16 ára og yngri). 

almennt%20miðaverð.jpg