Hinn 23 ára gamli White lék með unglingaliði Southampton en hélt yfir til nágrannana í Brighton sautján ára gamall.

Undanfarin ár hefur hann skotist fram á sjónarsviðið, fyrst með Leeds í Championship-deildinni og síðast Brighton í ensku úrvalsdeildinni.

Hann var hluti af 26 manna leikmannahópi Englands á Evrópumótinu í sumar og lék fyrstu landsleiki sína á dögunum.

White er þriðji leikmaðurinn sem Arsenal semur við í sumar á eftir Nuno Tavares og Albert Sambi Lokonga.