Öll stærstu lið heims voru á eftir Ødegaard þegar hann braut sér leið inn í aðallið Strömsgodset fimmtán ára gamall og lék 23 leiki á því tímabili.

Real Madrid náði að klófesta Norðmanninn sem fékk eldskírn sína í herbúðum spænska stórveldisins sextán ára gamall. Hann er yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins sem hefur leikið deildarleik.

Undanfarin ár hefur hann farið víða á láni og leikið með Heerenveen og Vitesse í Hollandi, Real Sociedad á Spáni og síðast Arsenal fyrr á þessu ári á láni frá Real Madrid.

Hann átti ekki framtíð hjá spænska félaginu og var Carlo Ancelotti tilbúinn að selja Ødegaard.