Arsenal gerði sér góða ferð til Newcastle og vann 1-0 sigur á heimamönnum í ensku úrvalsdeildinni á sama tíma og Leicester og Wolves skildu jöfn.

Fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina og lýkur með einvígi Manchester United og Chelsea sem hefst eftir hálftíma.

Pierre-Emirick Aubameyang skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks þegar Skytturnar unnu 1-0 sigur á Newcastle.

Myndbandsdómgæsla hafði mikil áhrif í leik Úlfanna og Leicester þar sem mark var flautað af Úlfunum í upphafi seinni hálfleiks.