Arsenal er sagt velta því fyrir sér að lána Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörð í knattspyrnu, í janúarglugganum í grein David Ornstein sem birtist hjá Athletic í dag.

Rúnar Alex gekk til liðs við Arsenal frá franska félaginu Dijon í haust og hefur leikið fjóra leiki í riðlakeppni Evrópudeidarinnar og einn leik í enska deildabikarnum.

Arsenal hefur verið orðað við svissneska markvörðinn Seny Dieng sem leikið hefur vel með QPR í vetur og þá hefur félagið auk þess áhuga á að festa kaup á David Raya, markverði Brentford.

Fari svo að Skytturnar kaupi annan markvörð verður Rúnar Alex lánaður til þess að fá meiri spiltíma. Fram kemur í frétt Ornstein að áhugi sé á kröftum Rúnars Alex í ensku 1. deildinni sem og víðs vegar um Evrópu.