Fótbolti

Arsenal ræðir við Arteta um að taka við liðinu

Arsenal er byrjað að ræða við Mikel Arteta, fyrrum leikmann liðsins og núverandi aðstoðarþjálfara Pep Guardiola hjá Manchester City um að taka við félaginu.

Arteta fylgist með á hliðarlínunni í vetur. Fréttablaðið/Getty

Arsenal er byrjað að ræða við Mikel Arteta, fyrrum leikmann liðsins og núverandi aðstoðarþjálfara Pep Guardiola hjá Manchester City um að taka við félaginu.

Arsenal er án knattspyrnustjóra eftir að 22 ára dvöl Arsene Wenger hjá félaginu lauk á dögunum en nafn Arteta kom strax upp í umræðunni um næsta stjóra liðsins.

Var hann í fimm ár í herbúðum Arsenal eftir að hafa áður leikið með Everton en hann lék síðasta leik sinn 2016 og var stuttu síðar kominn í þjálfarateymi Guardiola hjá Manchester City.

Mun Guardiola ekki koma í veg fyrir að Arteta stökkvi á tækifærið en Arteta ásamt umboðsmönnum sínum er í viðræðum við forráðamenn Arsenal í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Auka fjárframlög til kvennaboltans um helming

Fótbolti

Bolt er með tilboð frá liði í Evrópu

Fótbolti

Guardiola opinn fyrir því að þjálfa á Ítalíu

Auglýsing

Nýjast

Segja að Raiola sé búinn að semja við Barcelona

Axel velur æfingahóp

Ríkjandi meistarar fara í Sandgerði

Luke Shaw að fá nýjan samning

„Vildum sýna að leikurinn gegn Sviss var frávik“​

Sagan ekki glæsileg gegn Sviss

Auglýsing