Fótbolti

Arsenal ræðir við Arteta um að taka við liðinu

Arsenal er byrjað að ræða við Mikel Arteta, fyrrum leikmann liðsins og núverandi aðstoðarþjálfara Pep Guardiola hjá Manchester City um að taka við félaginu.

Arteta fylgist með á hliðarlínunni í vetur. Fréttablaðið/Getty

Arsenal er byrjað að ræða við Mikel Arteta, fyrrum leikmann liðsins og núverandi aðstoðarþjálfara Pep Guardiola hjá Manchester City um að taka við félaginu.

Arsenal er án knattspyrnustjóra eftir að 22 ára dvöl Arsene Wenger hjá félaginu lauk á dögunum en nafn Arteta kom strax upp í umræðunni um næsta stjóra liðsins.

Var hann í fimm ár í herbúðum Arsenal eftir að hafa áður leikið með Everton en hann lék síðasta leik sinn 2016 og var stuttu síðar kominn í þjálfarateymi Guardiola hjá Manchester City.

Mun Guardiola ekki koma í veg fyrir að Arteta stökkvi á tækifærið en Arteta ásamt umboðsmönnum sínum er í viðræðum við forráðamenn Arsenal í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

Fótbolti

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Fótbolti

Segir að þýska liðið óttist Ísland

Auglýsing

Nýjast

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Sigraði í ­bol til­einkuðum fórnarlömbum Nassar

Hópurinn sem mætir Þýskalandi og Tékklandi klár

Dortmund sýnir Origi áhuga

Köstuðu leik­föngum til veikra barna | Mynd­band

Sarri ætlar að reyna að leggja frá sér sígaretturnar

Auglýsing