Þetta er framlag félagsins til stuðnings baráttu gegn hnífaárásum í Lundúnum sem hafa verið tíðar að undanförnu. Þrjátíu unglingar létust í Lundúnum á síðasta ári, 27 af þeim voru stungnir til bana.

Þrátt fyrir útgöngubann í Lundúnum, hluta ársins 2021, hafa svo margir unglingar ekki látist á einu ári síðan árið 2008.

Búningurinn sem Arsenal spilar í um helgina er framleiddur af Adidas og mun ekki fara í sölu. Tíu útileikmenn Arsenal munu klæðast búningnum og þeir verða síðan gefnir til góðgerðarsamtaka sem berjast gegn auknu hnífaárásum.

,,Við getum aldrei samþykkt að einhver láti lífið í gegnum ofbeldi ungs fólks og tekið því sem venjubundnum hlut í okkar borg. Það er mikilvægt að við vinnum saman í því að skapa betra umhverfi fyrir unga fólkið okkar. Þessi búningur mun verða merki jákvæðni í samfélaginu okkar, þeir verða gefnir einstaklingum og samtökum sem eru að leggja sitt af mörkum til samfélagsins og búa til betra umhverfi fyrir unga fólkið okkar," sagði Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal.