Enski boltinn

Arsenal heldur áfram að kaupa leikmenn

Nýjasti leikmaður Arsenal er Mattéo Guendouzi, 19 ára franskur miðjumaður sem vakti athygli fyrir góða spilamennsku með Lorient á síðasta tímabili.

Guendouzi kátur með félagaskiptin. Fréttablaðið/Getty

Arsenal hefur fest kaup á Mattéo Guendouzi, 19 ára gömlum frönskum miðjumanni frá Lorient.

Guendouzi er fimmti leikmaðurinn sem Arsenal fær til sín í sumar. Áður voru Bernd Leno, Stephan Lichtsteiner, Sokratis Papastathopoulos og Lucas Torreira komnir til Lundúnaliðsins.

Guendouzi lék 18 leiki með Lorient í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann lék alls 30 leiki fyrir aðallið félagsins.

„Ég vil vera hluti af sögu félagsins og ná frábærum árangri hér,“ sagði Guendouzi. „Arsenal hefur alltaf verið liðið sem hefur staðið hjarta mínu næst og ég hef viljað spila fyrir síðan ég var krakki.“

Guendouzi var úthlutað treyjunúmerinu 29 hjá Arsenal.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Son og Lamela framlengja við Tottenham

Enski boltinn

Liver­pool búið að ganga frá kaupum á Alis­son

Enski boltinn

Pappírsmál Alexis Sánchez komin á hreint

Auglýsing

Nýjast

Handbolti

Töpuðu með 10 í gær en unnu Svía í dag

Golf

Bein lýsing: Haraldur á fimm yfir á öðrum hring

Fótbolti

AC Milan hleypt aftur í Evrópudeildina

Golf

Haraldur hefur leik um þrjúleytið

Körfubolti

KR-ingar búnir að semja við Bandaríkjamann

Körfubolti

Hrafn mun þjálfa Álftanes næsta vetur

Auglýsing