Enski boltinn

Arsenal heldur áfram að kaupa leikmenn

Nýjasti leikmaður Arsenal er Mattéo Guendouzi, 19 ára franskur miðjumaður sem vakti athygli fyrir góða spilamennsku með Lorient á síðasta tímabili.

Guendouzi kátur með félagaskiptin. Fréttablaðið/Getty

Arsenal hefur fest kaup á Mattéo Guendouzi, 19 ára gömlum frönskum miðjumanni frá Lorient.

Guendouzi er fimmti leikmaðurinn sem Arsenal fær til sín í sumar. Áður voru Bernd Leno, Stephan Lichtsteiner, Sokratis Papastathopoulos og Lucas Torreira komnir til Lundúnaliðsins.

Guendouzi lék 18 leiki með Lorient í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann lék alls 30 leiki fyrir aðallið félagsins.

„Ég vil vera hluti af sögu félagsins og ná frábærum árangri hér,“ sagði Guendouzi. „Arsenal hefur alltaf verið liðið sem hefur staðið hjarta mínu næst og ég hef viljað spila fyrir síðan ég var krakki.“

Guendouzi var úthlutað treyjunúmerinu 29 hjá Arsenal.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

West Ham fær leyfi til að bæta við níu þúsund sætum

Enski boltinn

Gazza kærður fyrir kynferðislega áreitni

Enski boltinn

Fyrsti frá Bournemouth sem skorar fyrir England

Auglýsing

Nýjast

Mistök kostuðu Ísland sigurinn gegn spræku liði Katars

Van Dijk skaut Hollandi áfram í Þjóðadeildinni

FH bjargaði stigi í hádramatísku jafntefli gegn Val

Verðskuldað jafntefli í lokaleik ársins gegn Katar

Kolbeinn fagnaði byrjunarliðssætinu með marki

Kolbeinn og Eggert koma inn í liðið gegn Katar

Auglýsing