Enski boltinn

Arsenal heldur áfram að kaupa leikmenn

Nýjasti leikmaður Arsenal er Mattéo Guendouzi, 19 ára franskur miðjumaður sem vakti athygli fyrir góða spilamennsku með Lorient á síðasta tímabili.

Guendouzi kátur með félagaskiptin. Fréttablaðið/Getty

Arsenal hefur fest kaup á Mattéo Guendouzi, 19 ára gömlum frönskum miðjumanni frá Lorient.

Guendouzi er fimmti leikmaðurinn sem Arsenal fær til sín í sumar. Áður voru Bernd Leno, Stephan Lichtsteiner, Sokratis Papastathopoulos og Lucas Torreira komnir til Lundúnaliðsins.

Guendouzi lék 18 leiki með Lorient í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann lék alls 30 leiki fyrir aðallið félagsins.

„Ég vil vera hluti af sögu félagsins og ná frábærum árangri hér,“ sagði Guendouzi. „Arsenal hefur alltaf verið liðið sem hefur staðið hjarta mínu næst og ég hef viljað spila fyrir síðan ég var krakki.“

Guendouzi var úthlutað treyjunúmerinu 29 hjá Arsenal.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Uxinn farinn að æfa með bolta á ný

Enski boltinn

Umboðsmaður Yaya Toure skaut á Pep eftir tapið

Enski boltinn

City fyrsta enska liðið sem tapar fjórum í röð í Meistaradeildinni

Auglýsing

Nýjast

Arsenal setti fjögur gegn Vorskla Poltava

Willian skoraði eina mark Chelsea í Grikklandi

Ólafía á einu höggi yfir pari á Spáni

Al­þjóða lyfja­eftir­litið af­léttir banni Rússa

Orku­drykkja­ein­vígið í Leipzig

Völsungi úrskurðaður sigur gegn Huginn

Auglýsing