Enski boltinn

Arsenal heldur áfram að kaupa leikmenn

Nýjasti leikmaður Arsenal er Mattéo Guendouzi, 19 ára franskur miðjumaður sem vakti athygli fyrir góða spilamennsku með Lorient á síðasta tímabili.

Guendouzi kátur með félagaskiptin. Fréttablaðið/Getty

Arsenal hefur fest kaup á Mattéo Guendouzi, 19 ára gömlum frönskum miðjumanni frá Lorient.

Guendouzi er fimmti leikmaðurinn sem Arsenal fær til sín í sumar. Áður voru Bernd Leno, Stephan Lichtsteiner, Sokratis Papastathopoulos og Lucas Torreira komnir til Lundúnaliðsins.

Guendouzi lék 18 leiki með Lorient í frönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann lék alls 30 leiki fyrir aðallið félagsins.

„Ég vil vera hluti af sögu félagsins og ná frábærum árangri hér,“ sagði Guendouzi. „Arsenal hefur alltaf verið liðið sem hefur staðið hjarta mínu næst og ég hef viljað spila fyrir síðan ég var krakki.“

Guendouzi var úthlutað treyjunúmerinu 29 hjá Arsenal.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Fundarhöld um framtíð Sarri

Enski boltinn

Kane snýr aftur um helgina

Enski boltinn

Man.Utd sækir Úlfana heim

Auglýsing

Nýjast

Kristján Flóki fer ekki til Póllands

Martin: Hlynur er eins og jarðýta

„Okkar að stíga upp þegar þessir tveir meistarar hætta“

Ragnarök í Víkinni á laugardaginn

Guðmundur gerði gott mót á Spáni

Mörkin úr sigri Íslands gegn Írlandi - myndskeið

Auglýsing