Arsenal hafði betur, 4-1, þegar liðin mættust á Emirates í fyrri leik liðanna og Arsenal kreisti fram jafntefli á heimavelli í Moskvu í kvöld. Danny Welbeck og Aaron Ramsey jöfnuðu metin í seinni hálfleik eftir að Arsenal hafði lent tveimur mörkum undir. 

Arsenal er þar af leiðandi komið áfram í undanúrsit keppninnar ásamt Marseille sem lagði RB Leipzig að velli, Atlético Madrid sem bar sigur úr býtum gegn Sporting og Salzburg sem fór með sigur af hólmi gegn Lazio eftir glæsilega endurkomu.

Dregið verður í undanúrslit Evrópudeildarinnar sem og Meistaradeildar Evrópu í hádeginu á morgun. Liðið sem fer alla leið og vinnur Evrópudeildina tryggir sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.