Arsenal fékk erfiða mótherja í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar þegar ítalska liðið Napoli kom upp úr skálinni á sama tíma og Chelsea fékk leik gegn Slavia Prague.

Dregið var í hádeginu í dag eftir að sextán liða úrslitunum lauk í gær.

Chelsea datt í lukkupottinn þegar það kom í ljós að Chelsea mætir tékkneska félaginu Slavia Prague og fær seinni leikinn á heimavelli. Tékkarnir komu á óvart og slógu Sevilla úr leik í gærkvöld.

Á sama tíma fær Arsenal leik gegn Napoli og þann síðari á erfiðum útivelli á Ítalíu. Napoli hefur um árabil verið eitt af bestu liðum Ítalíu og erfitt heim að sækja.

Spænsku liðin Villareal og Valencia drógust saman þótt að það hafi litlu mátt muna að það væri Krasnodar með Jón Guðna Fjóluson innanborðs sem væri að mæta Villareal.

Að lokum mætast Benfica og Eintracht Frankfurt.