Fótbolti

Skytturnar mæta Napoli

Arsenal fékk erfiða mótherja í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar þegar ítalska liðið Napoli kom upp úr skálinni á sama tíma og Chelsea fékk leik gegn Slavia Prague.

Frá síðasta leik Arsenal og Napoli Fréttablaðið/Getty

Arsenal fékk erfiða mótherja í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar þegar ítalska liðið Napoli kom upp úr skálinni á sama tíma og Chelsea fékk leik gegn Slavia Prague.

Dregið var í hádeginu í dag eftir að sextán liða úrslitunum lauk í gær.

Chelsea datt í lukkupottinn þegar það kom í ljós að Chelsea mætir tékkneska félaginu Slavia Prague og fær seinni leikinn á heimavelli. Tékkarnir komu á óvart og slógu Sevilla úr leik í gærkvöld.

Á sama tíma fær Arsenal leik gegn Napoli og þann síðari á erfiðum útivelli á Ítalíu. Napoli hefur um árabil verið eitt af bestu liðum Ítalíu og erfitt heim að sækja.

Spænsku liðin Villareal og Valencia drógust saman þótt að það hafi litlu mátt muna að það væri Krasnodar með Jón Guðna Fjóluson innanborðs sem væri að mæta Villareal.

Að lokum mætast Benfica og Eintracht Frankfurt.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Guardiola heldur með Bayern í kvöld

Fótbolti

Zidane að snúa aftur til Real

Fótbolti

Meiri harka í gríska boltanum

Auglýsing

Nýjast

Aron Einar er að semja við lið Heimis í Katar

Þrír leikmenn detta út hjá Englandi vegna meiðsla

Gunnar þakklátur fyrir stuðninginn um helgina

Karlalandsliðið tók fyrstu æfinguna á Spáni í dag

Þórarinn Ingi biðst afsökunar á ummælum

Ronaldo kærður af UEFA

Auglýsing