Enska knattspyrnusambandið hefur sektað Arsenal um 20.000 pund, sem samsvarar um það bil 3.5 milljónum íslenskum krónum, vegna mótmæla leikmanna og þjálfara liðsins í leik Skyttanna gegn Manchester City í enskú úrvalsdeildinni í fótbolta karla um síðustu helgi.

Leikmenn Arsenal mótmæltu kröftulega í kjölfar þriggja atvika í leiknum.

Það er þegar Martin Ødegaard fékk ekki víti eftir viðstkipti sín við Ederson, þegar vítaspyrna var dæmd á Granit Xhaka fyrir að toga í Gabriel Jesus og því að Gabriel hafi verið vísað af velli með rauðu spjaldi.

Aaron Ramsdale, markvörður Arsenal, og Albert Stuivenberg, þjálfari hjá Arsenal, voru svo ósáttir við ósamræmið í því hvenær Stuart Attwell, dómari leiksins, notaði skjáinn til þess að breyta dómum sínum í leiknum.