Boston Celtics tilkynnti í gærkvöld að Ime Udoka, þjálfari liðsins, væri kominn í ársbann frá störfum fyrir brot á vinnustaðareglum. Udoka átti í ástarsambandi við kvenkyns starfsmann félagsins.

Þessi ákvörðun var tekin af stjórnarmönnum Celtics sem er eitt sigursælasta félag í sögu NBA-deildarinnar.

Athygli vekur að hann fái jafn langt bann og Robert Sarver, eigandi Phoenix Suns, sem var dæmdur fyrir kynþáttaníð og kvenfyrirlitningu fyrr í vikunni.

Udoka og umrædd kona hafa átt í ástarsambandi þrátt fyrir að Udoka sé í sambandi í lengri tíma en konan sakaði þjálfarann á dögunum um óviðeigandi ummæli og hófst þá rannsókn á málinu.

Þjálfarinn tók við liði Boston Celtics á síðasta ári og komst Celtics í úrslit NBA-deildarinnar strax á fyrsta ári en þurfti að lúta í gras gegn Golden State Warriors.

Undirbúningstímabil Celtics hefst eftir helgi.