Handbolti

Aron verður fyrirliði í Noregi | Alexander gaf ekki kost á sér

​Aron Pálmarsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins á æfingarmóti landsliðsins í Noregi þar sem íslenska liðið mætir Noregi, Frakklandi og Danmörku á geysisterku æfingarmóti í upphafi apríl.

Aron í leik gegn Serbíu en hann mun bera fyrirliðabandið í verkefninu í Noregi i vetur. Fréttablaðið/Getty

Aron Pálmarsson verður fyrirliði íslenska landsliðsins á æfingarmóti landsliðsins í Noregi þar sem íslenska liðið mætir Noregi, Frakklandi og Danmörku á geysisterku æfingarmóti í upphafi apríl.

Guðjón Valur Sigurðsson gaf ekki kost á sér að þessu sinni en hann óskaði eftir því að fá leyfi frá verkefnum landsliðsins. Er hann að skoða háskóla í Bandaríkjunum með dóttur sinni og gaf þetta landsleikjahlé Guðjóni Val tækifæri til að skoða skóla.

Þá staðfesti Guðmundur að hann heyrði tekið símtal á Alexander Petersson til að kanna stöðuna á honum. Hinsvegar hefði Alexander ítrekað að hann væri hættur með landsliðinu og stæði með ákvörðuninni sem hann tók fyrir tveimur árum síðan.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Enginn Guðjón Valur en Haukur og Viktor fá tækifæri

Handbolti

Fjórir úr FH í B-landsliðinu sem fer til Hollands

Handbolti

Teitur þriðji markakóngurinn frá Selfossi

Auglýsing
Auglýsing