Ís­lenski lands­liðs­fyrir­liðinn í hand­bolta segir að á­kvörðun um starfs­lok fyrrum lands­liðs­þjálfarans Guð­mundar Guð­munds­sonar hafi komið flatt upp á sig. Frá þessu greindi Aron í sam­tali við RÚV en liðið er statt í Tékk­landi og á morgun fer fram leikur við heima­menn í undan­keppni EM.

HSÍ greindi frá því undir lok febrúar að sam­bandið hefði komist að sam­komu­lagi við Guð­mund um starfs­lok, tíma­setning á­kvörðunarinnar kom á ó­vart þar sem ekki var langt í að ís­lenska lands­liðið ætti leiki í undan­keppni EM, áður hafði liðið hins vegar ekki gert góða hluti á HM.

„Við leik­mennirnir fengum bara til­kynningu um þetta rétt áður en þetta kom út,“ segir Aron í sam­tali við RÚV um starfs­lok Guð­mundar. „Auð­vitað kemur þetta flatt upp á mann. Þjálfarinn átti rúmt ár eftir af samningi og við vorum ekki að búast við þessu. En við stöndum og föllum með þeim á­kvörðunum sem eru teknar hjá HSÍ og ætlum að gefa okkur alla í þetta verk­efni.“

Það eru þeir Ágúst Jóhanns­son og Gunnar Magnús­son sem munu stýra lands­liðinu í leikjunum tveimur í undan­keppni EM sem leiknir verða á morgun og á sunnu­daginn. Seinni leikurinn fer fram í Laugar­dals­höll.