Enski boltinn

Aron tjáir sig um síðustu vikur

Aron Einar Gunnarsson leikmaður Cardiff City tjáði sig um síðustu vikur sem hafa verið mjög erfiðar i samtali við BBC eftir sigur liðsins gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla um helgina.

Aron Einar í baráttunni í leik Cardiff City gegn Southampton á laugardaginn.

Síðustu vikur hafa verið mjög erfiðar, en strák­arn­ir í liðinu hafa staðið sam­an á þessum erfiðu timum ásamt öll­u fé­lag­inu,“ seg­ir Aron Ein­ar Gunn­ars­son leikmaður Car­diff City þegar hann ræddi við BBC eftir 2-1 sigur liðsins gegn Southampton um helgina. 

Aron Einar og samherjar hans hjá Cardiff City var umhuagð um arg­entínska sókn­ar­mann­in­n Em­ilano Sala sem lést i flugslysi í síðasta mánuði í aðdraganda og eftir sigurinn á laugardaginn. 

„Mér finnst það mikilvægasta núna að fjölskylda Sala fái tíma til þess að syrgja og ég vona að líkamsleifar flugmannsins finnist svo fjölskylda hans fái að gera slíkt hið saman,“ seg­ir Aron Ein­ar enn fremur.

Sigurinn fleytti Cardiff City upp úr fallsæti, en liðið hefur 25 stig í 16. sæti deildarinnar og er einu stigi á undan Southampton sem er í efsta fallsætinu eins og sakir standa. 

Næsti leikur Cardiff City er gegn Watford 22. febrúar næstkomandi, en velska félagið hefur ákveðið að hætta við fyrirhugaða æfingaferð liðsins til Tenerife og leyfa leikmönnum og forráðamönnum félagsins frekar að vera í faðmi fjölskyldunnar á milli æfinga í aðdraganda næsta deildarleiks. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Man.Utd sækir Úlfana heim

Enski boltinn

Pogba allt í öllu í sigri Man.Utd

Enski boltinn

Ekki unnið bikarsigur á Chelsea í 20 ár

Auglýsing

Nýjast

Klopp mætir Bayern München í 30. sinn

Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum

Fram fyrsta liðið í undanúrslit

Firmino tæpur vegna veikinda

Unnur Tara með trosnað krossband

Þórsarar kærðu úrslit leiksins

Auglýsing