Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, mun ganga til liðs við danska liðið Álaborg eftir að yfirstandandi keppnistímabili lýkur.

Aron, sem leikið hefur með Barcelona síðan árið 2017, semur við Álaborg til þriggja ára. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar.

Álaborg, sem er ríkjandi danskur meistari, er hægt og rólega að byggja upp stórveldi. Mikkel Hansen fer til Álaborgar sumarið 2022. Þá eru Mads Mensah, Kristian Björnsen, og Jesper Nielsen á leið í raðir Álaborgar auk Arons í sumar.

Danska liðið verður fjórði áfangastaður hins uppalda FH-ingar en hann hefur auk spænska liðsins Barcelona leikið með Kiel í Þýskalandi, Veszprém í Ungverjalandi.