Aron Pálmarsson er fyrirliði íslenska liðsins og hefur lengi verið besti leikmaður þess. Hann er þessa stundina hjá Álaborg í Danmörku en mun halda heim til FH eftir yfirstandandi leiktíð.

Ertu hjátrúarfullur fyrir leik?
„Nei, engin hjátrú hjá mér.“

Hvernig bíl ekurðu?
„Audi Q7 jeppa.“

Ef þú ættir að leyfa þér einhverja svindlmáltíð, hvernig myndi hún líta út?
„Það yrði bara beisik pitsa eða hamborgari.“

Hver er herbergisfélagi þinn í landsliðsverkefnum?
„Bjarki Már Elísson.“

Hvað er það versta við hann sem herbergisfélaga?
„Það versta við Bjarka, hann er 99% frábær og ótrúlega skemmtilegur gæi, en það eina slæma við hann er þegar trúðslætin í honum fara aðeins yfir strikið. Trúðurinn er skemmtilegur en svo velur hann stundum móment sem maður botnar ekkert í. Þá fær hann líka bara gott jæja frá manni. Það er það eina við hann en svo sem ekkert til að kvarta yfir.“