Handbolti

Aron Rafn búinn að skrifa undir hjá Hamburg

Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, skrifaði í dag undir samning hjá þýska félaginu Hamburger Sport-Veiren eða HSV eftir eitt ár í herbúðum ÍBV.

Aron Rafn er á förum ur Olís-deildinni eftir sigursælt ár með ÍBV. Fréttablaðið/Stefán

Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, skrifaði í dag undir samning hjá þýska félaginu Hamburger Sport-Veiren eða HSV eftir eitt ár í herbúðum ÍBV þar sem Eyjamenn unnu alla þrjá titlana sem í boði voru á Íslandi.

Aron sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum að hann ætti von á því að ganga frá samningnum við HSV á næstu dögum. Önnur félög sýndu honum áhuga en hann kaus þetta fyrrum stórveldi í handbolta.

HSV hefur gengið í gegnum miklar sveiflur á síðustu árum. Liðið varð bikarmeistari 2010, Þýskalandsmeistari 2011 og vann Meistaradeild Evrópu 2013.

Félagið var síðar lýst gjaldþrota 2015  og var þá dæmt niður í C-deildina en er að byggja upp öflugan kjarna á ný og komst upp í B-deildina í vor.

Er þetta annað lið Arons í Þýskaland en hann lék áður fyrr með SG BBM Bietigheim.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

FH bjargaði stigi í hádramatísku jafntefli gegn Val

Handbolti

Aron skoraði eitt af mörkum umferðarinnar - myndband

Handbolti

Annar sigur ÍR-inga í röð

Auglýsing

Nýjast

Mistök kostuðu Ísland sigurinn gegn spræku liði Katars

Van Dijk skaut Hollandi áfram í Þjóðadeildinni

Verðskuldað jafntefli í lokaleik ársins gegn Katar

Kolbeinn fagnaði byrjunarliðssætinu með marki

Kolbeinn og Eggert koma inn í liðið gegn Katar

Leik lokið: Katar - Ísland 2-2

Auglýsing