Handbolti

Aron Rafn búinn að skrifa undir hjá Hamburg

Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, skrifaði í dag undir samning hjá þýska félaginu Hamburger Sport-Veiren eða HSV eftir eitt ár í herbúðum ÍBV.

Aron Rafn er á förum ur Olís-deildinni eftir sigursælt ár með ÍBV. Fréttablaðið/Stefán

Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, skrifaði í dag undir samning hjá þýska félaginu Hamburger Sport-Veiren eða HSV eftir eitt ár í herbúðum ÍBV þar sem Eyjamenn unnu alla þrjá titlana sem í boði voru á Íslandi.

Aron sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum að hann ætti von á því að ganga frá samningnum við HSV á næstu dögum. Önnur félög sýndu honum áhuga en hann kaus þetta fyrrum stórveldi í handbolta.

HSV hefur gengið í gegnum miklar sveiflur á síðustu árum. Liðið varð bikarmeistari 2010, Þýskalandsmeistari 2011 og vann Meistaradeild Evrópu 2013.

Félagið var síðar lýst gjaldþrota 2015  og var þá dæmt niður í C-deildina en er að byggja upp öflugan kjarna á ný og komst upp í B-deildina í vor.

Er þetta annað lið Arons í Þýskaland en hann lék áður fyrr með SG BBM Bietigheim.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Besti árangur íslenska liðsins þrátt fyrir tap

Handbolti

Norðmenn enduðu vegferð íslenska liðsins

Handbolti

Stelpurnar mæta Noregi í 16-liða úrslitum

Auglýsing

Nýjast

Íslenski boltinn

Hafnaði liðum í Svíþjóð en ætlar út eftir áramót

Íslenski boltinn

Dagný búin að semja við Selfoss

Íslenski boltinn

Aukaspyrna Olivers tryggði Blikum stigin þrjú

Íslenski boltinn

KR unnið Fylki í níu leikjum í röð

Golf

Fjórir íslenskir kylfingar á EM

HM 2018 í Rússlandi

Sjáðu móttökurnar sem Frakkar fengu

Auglýsing