Samkvæmt danska íþróttamiðlinum hbold.dk er Aron Pálmarson einn af tekjuhæstu handboltamönnum í heimi.

Bold tók saman lista yfir hæst launuðustu handboltamenn í stuttu myndbandi sem birt var á vefsíðunni í dag.

Aron Pálmarson, fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður Barcelona er í fimmta sæti á listanum.

Sá launahæsti er franski leikmaðurinn Ni­kola Kara­batic sem spilar fyrir París SG, í öðru og þriðja sæti eru samherjar hans, Daninn Mikk­el Han­sen og Norðmaðurinn Sand­er Sagosen.

Laun leikmannanna voru ekki birt í myndbandinu en samkvæmt þessu er hinn þrítugi Aron Pálmarsson launahæsti leikmaðurinn í liði Barcelona.

Þess­ir tíu leikmenn eru launa­hæstu hand­bolta­menn heims samkvæmt Bold.dk:

1.Ni­kola Kara­batic, Frakk­land og Par­ís SG
2. Mikk­el Han­sen, Dan­mörk og Par­ís SG
3. Sand­er Sagosen, Nor­eg­ur og Par­ís SG
4. Andreas Wolff, Þýska­land og Kielce
5. Aron Pálm­ars­son, Ísland og Barcelona
6. Domagoj Duvnjak, Króatía og Kiel
7. Ju­lius Kuhn, Þýska­land og Melsungen
8. Luka Cindric, Króatía og Barcelona
9. Rasmus Lauge Schmidt, Dan­mörk og Veszprém
10. Niklas Land­in, Dan­mörk og Kiel