Aron Einar Gunnarsson og Heimir Hallgrímsson byrja tímabilið í Katar vel en Al Arabi vann 3-1 sigur á Al Ahli Doha í dag.

Þetta var fyrsti leikur Arons Einars í Katar eftir að hann samdi við Al Arabi í sumar þar sem hann leikur undir stjórn Heimis Hallgrímssonar á ný.

Heimir tók við liðinu fyrir áramót og er að hefja fyrsta heila tímabil sitt með liðið.

Hamdi Harbaoui og Pierre-Michel Lasogga, framherjapar Al Arabi sem sömdu við félagið í sumar sáu um markaskorunina fyrir Al Arabi í dag.

Aron Einar lék allar 90. mínúturnar í fyrsta leik sínum í Katar.