Aron Pálmarsson skoraði eitt mark þegar lið hans Barcelona kastaði frá sér unnum leik í undanurslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta karla í kvöld. Barcelona mætti þá Vardar Skopje og lokatölur í leiknum urðu 29-27 makedósnka liðini í vil.

Barcelona var 16-9 yfir í hálfleik, 22-15 um miðbik seinni hálfleiks og 25-19 undir lok leiksins. Þá fór allt í baklás hjá Barcelona og Vardar Skopje vann lokakaflann 10-2 og fer þar af leiðandi í úrslitaleikinn.

Aron átti þó nokkrar stoðsendingar auk þess að spila fína vörn í leiknum. Andstæðingur Vardar Skopje í úrslitum verður ungverska liðið Veszprém en fyrrum félagar Arons lögðu Vive Ki­lece að velli í hinum undanúrslitaleiknum.

Aron er að spila í úr­slita­helgi Meist­ara­deild­ar­inn­ar í átt­unda sinn en hann og Serbinn Mom­ir Ilic, leikmaður Veszprém hafa leikið oftast á þessum vettvangi. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur unnið keppnina tvisvar sinnum en það gerði hann þegar hann lék með þýska liðinu Kiel árin 2010 og 2012.