Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona unnu 40-35 sigur á pólska félaginu Vive Kielce í leiknum upp á bronsverðlaunin í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag.

Spænska félagið glutraði niður sjö marka forskoti á lokamínútum leiksins gegn Vardar í gær og þurftu því að láta bronsleikinn duga.

Sóknarleikur Barcelona var til fyrirmyndar í hröðum leik dagsins og náðu Börsungar að koma boltanum tuttugu sinnum í net andstæðingsins í báðum hálfleikjum.

Aron var með þrjú mörk í leiknum fyrir Barcelona og lýkur öðru tímabili sínu hjá Barcelona sem tvöfaldur meistari heimafyrir ásamt því að fá bronsið í Meistaradeild Evrópu.