Handbolti

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson verða ekki með íslenska karlalandsliðinu í handbolta þegar liðið mætir ríkjandi heimsmeisturum Frakklandi í milliriðli 1 á heimsmeistaramótinu í Köln í Þýskalandi í kvöld.

Aron Pálmarsson verður fjarri góðu gamni þegar íslenska liðið mætir Frökkum í kvöld. Fréttablaðið/Getty

Ljóst er að meiðslin sem Aron Pálmarsson og Arnór Þór Gunnarsson urðu fyrir í tapinu gegn Þýskalandi í fyrsta leik liðanna í milliriðli 1 á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í gærkvöldi eru svo alvarleg að þeir geta ekki tekið þátt þegar íslenska liðið mætir Frakklandi í annarri umferð milliriðilsins í kvöld. 

Handknattleikssamband Íslands tilkynnti í morgunsárið að Haukur Þrastarson og Óðinn Þór Ríkharðsson hefðu verið kallaðir inn í leikmannahóp Íslands fyrir leikinn gegn Frökkum í stað Arons og Arnórs Þórs. Aron er að glíma við meiðsli í nára, en Arnór Þór aftan í læri. 

Ljóst er að þetta er mikil blóðtaka fyrir íslenska liðið, en Arnór Þór Gunnarsson er markahæsti leikmaður liðsins til þessa á mótinu með 37 mörk og Aron kemur næstur á þeim lista með 22 mörk. Þá hefur Aron þar að auki átt flestar stoðsendingar af íslensku leikmönnunum eða 18 talsins. 

Ekki liggur fyrir hvort að Aron og Arnór Þór verði búnir að jafna sig af þeim meiðslum þeir glíma við fyrir síðasta leik Íslands í milliriðlinum sem er gegn Brasilíu á miðvikudaginn kemur. Miðað við eðli þeirra meiðsla sem þeir urðu fyrir verða þó að teljast hæpið að þeir verði með í þeim leik. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum

Handbolti

Fram fyrsta liðið í undanúrslit

Handbolti

Bikartvíhöfði á Selfossi í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Klopp mætir Bayern München í 30. sinn

Man.Utd sækir Úlfana heim

Pogba allt í öllu í sigri Man.Utd

Firmino tæpur vegna veikinda

Unnur Tara með trosnað krossband

Þórsarar kærðu úrslit leiksins

Auglýsing