Spænska handboltasambandið tilkynnti í gærkvöld að tímabilinu þar í landi væri lokið og að Barcelona væri spænskur meistari tíunda árið í röð.

Barcelona var með sex stiga forskot á Ademar Leon eftir nítján leiki og var ekki búið að tapa stigi í fyrstu nítján umferðunum.

Hafnfirðingurinn Aron Pálmarsson sem leikur með Barcelona varð því meistari þegar ellefu umferðir voru eftir. Þetta er tíunda árið í röð sem Barcelona vinnur spænska meistaratitilinn.

Þá er þetta þriðja árið í röð sem Aron verður meistari með spænska stórveldinu.

Aron hefur því unnið meistaratitilinn í því landi sem hann leikur í síðustu níu ár eftir að hafa unnið þrjá titla með Barcelona, tvo með Vezsprem og fjóra í röð með Kiel.