Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór meiddur af velli þeagr lið hans, Álaborg, hafði betur á móti Ringsted í annarri umferð dönsku efstu deildarinnar í gærkvöldi.

Aron spilaði fyrstu 20 mínútur leiksins um það bil og skoraði þrjú mörk á þeim tíma.

„Ég fann fyrir verk í mjöðminni og vildi ekki taka neina áhættu. Þetta verður svo skoðað nánar í framhaldin,“ sagði Aron við Nordjyske um meiðslin.

Álaborg sem er með afar öflugt lið tapaði fyrir SönderjyskE í fyrsta deildarleik Arons fyrir liðið en hann kom til Álaborgar frá Barcelona í sumar.