Aron Pálm­ars­son mataði liðsfélaga sína hjá Barcelona með stoðsendingum þegar liðið lagði Mes­h­kov Brest að velli, 33-29, í leik liðanna í kvöld.

Um var að ræða fyrri leik liðanna í átta liða úr­slit­um Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í hand­bolta og fór hann fram í Hvíta-Rússlandi.

Aron sendi 14 stoðsend­ing­ar í leikn­um en hann skoraði þar að auki fimm mörk sjálfur.