Aron Kristófer Lárusson hefur skirfað undir fjögurra ára samning við knattspyrnudeild KR en hann kemur í Vesturbæinn frá Akranesi.

KR-ingar greindu frá þessu á Instagram-síðu sinni í dag.

Auk þess að spila með ÍA hefur Aron Kristófer leikið með Þór Akureyri og Völsungi.

Aron Kristófer er fjórði leikmaðurinn sem KR fær til liðs við sig síðan síðasta keppnistímabili lauk en áður höfðu markvörðurinn Aron Snær Friðriksson og framherjarnir Sigurður Bjartur Hallsson og Stefán Alexander Ljubicic bæst við hópinn.

Þá hafa KR-ingar framlengt samninga sína við Arnór Svein Aðalsteinsson, Pálma Rafn Pálmason og Guðjón Baldvinsson. Óskar Örn Hauksson er svo afar líklegur til þess að festa sig í eitt tímabili í viðbót hjá KR.