Tæplega ellefu þúsund einstaklingar og tíu sérfræðingar tóku þátt í kjörinu á bestu vinstri skyttu síðasta árs.
Af þeim völdu 868 einstaklingar Aron sem bestu vinstri skyttu heims á síðasta ári eftir að hann fór fyrir liði Barcelona sem vann spænska meistaratitilinn og tapaði í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Norðmaðurinn Sagosen sem leikur með PSG og norska landsliðinu var valinn besti leikmaður ársins í kosningunni.
Hornamaðurinn Blaz Janca frá Slóveníu, liðsfélagi Arons hjá Barcelona, er eini leikmaður spænska liðsins sem var kosinn sá besti í heiminum í sinni stöðu.
Liðið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan og úrslitin úr kosningunni má sjá hér.
Besti vinstri hornamaður: Magnus Joendal (SG Flensburg Handewitt – Noregur)
Besta vinstri skytta: Sander Sagosen (PSG Handball/THW Kiel – Noregur)
Besti leikstjórnandi: Domagoj Duvnjak (THW Kiel – Króatía)
Besta hægri skytta: Alex Dujshebaev (Lomza Vive Kielce – Spánn)
Besti hægri hornamaður: Blaz Janc (Barca – Slóvenía)
Línumaður ársins: Hendrik Pekeler (THW Kiel – Þýskaland)
Markmaður ársins: Niklas Landin (THW Kiel – Danmörk)
Varnarmaður ársins: Blaz Blagotinsek (Telekom Veszprem – Slóvenía)