„Við getum ekki beðið um meira. Okkur tókst að ná í þau sex stig sem í boði voru í þessum landsleikjaglugga og það er frábært. Við erum ánægðir með þann stuðning sem við fengum og mér fannst samvinnan í liðinu alveg geggjuð," sagði Aron Einar í samtali við Fréttablaðið eftir leikinn í kvöld.

„Það var meðbyr með Tyrkjunum fyrir þennan leik eftir góða byrjun hjá þeim í undankeppninni. Við vissum hins vegar að við erum með gott tak á þeim og það hélt bara áfram í kvöld," sagði fyrirliðinn enn fremur.

„Við byrjuðum leikinn mjög vel og okkur leið vel allan leikinn. Við vorum kannski aðeins of passívir undir lok leiksins. Þeir sköpuðu sér aftur á móti lítið sem ekkert í þessum leik. Varnarleikurinn var mjög samstilltur frá markverði og í gegnum allar línurnar," sagði hann um lykilinn að sigrinum.

„Síðasta árið fyrir þessa undankeppni var erfitt og ég nenni eiginlega að fara í það að ræða að það hafi einhverjir afskrifað okkur. Þessi hópur þekkir sín hlutverki upp á tíu og ég held að við höfum sannað það undanfarn daga að það er nóg eftir á tankinum hjá liðinu," sagði miðvallarleikmaðurinn um þýðingu þessa sigurs.