Samkvæmt tölfræðinni á heimasíðu KSÍ varð Aron Einar Gunnarsson aðeins sjöundi leikmaður karlalandsliðsins frá upphafi til að fá beint rautt spjald þegar honum var vísað af velli í gær

Aron fékk reisupassann á upphafsmínútum leiksins í 1-1 jafntefli karlalandsliðsins gegn Albaníu ytra. Dómari leiksins nýtti myndbandsdómgæslu til að ákveða refsinguna.

Þetta var í annað sinn sem Aroni er vikið af velli í leik með Íslandi en fyrsta skiptið sem hann fær beint rautt spjald. Með því kemst Aron í fámennan klúbb leikmanna sem hafa fengið beint rautt spjald í leik með Íslandi.

Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen, Ólafur Ingi Skúlason, Ólafur Örn Bjarnason og Lárus Orri Sigurðsson fengu allir reisupassann einu sinni en Brynjar Björn Gunnarsson er sá eini sem fékk rauða spjaldið oftar einu sinni.

Varnartengiliðurinn Brynjar Björn fékk reisupassann þrisvar í 77 leikjum fyrir Íslands hönd.