Eftir tíu mínútna leik í Albaníu var Aron Einar rekinn af velli þegar hann lenti á eftir sóknarmanni heimamanna og togaði hann niður. Dómari leiksins fór í myndbandskjá sinn og rak Aron í sturtu.

Eftir þetta var á brattann að sækja fyrir íslenska liðið og eftir rúman hálftíma kom Ermir Lenjani, Albaníu yfir. Hann mætti á fjærstöngina þar sem Hörður Björgvin Magnússon og Ísak Bergmann Jóhannesson voru sofandi.

Íslenska liðið átti svo góðan síðari hálfleik þar sem liðið var á köflum meira með boltann. Það skilaði sér á sjöttu mínútu í uppbótartíma þegar Mikael Neville Anderson skoraði.

Mikael mætti á fjærstöng og gerði vel. Þórir Jóhann sendi boltann fyrir og varamaðurinn skoraði af yfirvegun.

Íslenska liðið endar í öðru riðilsins með fjögur stig í fjórum leikjum. Albanir enda á botninum með tvö stig.

Rauða spjald Arons má sjá hér að neðan.