Aron Einar Gunnarsson var rekinn af velli á upphafsmínútum leiksins í leik Íslands og Albaníu í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Þetta er í annað sinn sem Aron fær rautt spjald í leik með A-landsliðinu.

Aron hélt sæti sínu í byrjunarliði Íslands í dag og var að leika fyrsta keppnisleik sinn fyrir Ísland í eitt og hálft ár en það entist stutt.

Aron missti sóknarmann Albaníu fram úr sér og togaði hann niður. Dómari leiksins lét leikinn halda áfram en eftir að hafa skoðað atvikið með aðstoð myndbandsdómgæslu (e. VAR) vísaði hann Aroni af velli.

Þetta var aðeins önnur brottvísun Arons í 99. landsleik Akureyringsins fyrir Íslands hönd.