Enski boltinn

Aron Einar orðinn leikfær

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og leikamður Cardiff City, er orðinn nógu góður í hnénu til þess að spila með velska liðinu um helgina.

Aron Einar Gunnarsson í leik með Cardiff City. Fréttablaðið/Getty

Neil Warnock, knattspyrnustjóri Cardiff City, segir að Aron Einar Gunnarsson, leikmaður liðsins og fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, sé búinn að jafna sig af þeim hnémeiðslum sem hafa verið að plaga hann undanfarið og haldið honum frá vellinum. 

Warnock sagði á blaðamannafundi í dag að Aron Einar hafi æft með liðinu af fullum krafti í vikunni og kæmi til greina hjá honum þegar hann veldi leikmannahóp fyrir leik liðsins gegn Chelsea sem fram fer á Stamford Bridge klukkan 14.00 á morgun.

„Aron Einar er hægt og rólega að komast á þann stað að hann geti byrjað leik fyrir okkur. Hann gæti alveg spilað á móti Chelsea á morgun, en ég er ekki viss um að það sé skynsamlegt og ég efast um að hann komi við sögu í þeim leik," sagði Warnock um stöðu mála á Aroni Einari. 

„Nú þurfum við bara hægt og bítandi að koma honum í leikform með mínútum inni á vellinum. Leikurinn á morgun er kannski ekki sá heppilegast til þess, en hann mun koma við sögu hjá okkur í næstu leikjum liðsins," sagði hann enn fremur um landsliðsfyrirliðann.  

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

De Bruyne stefnir á að ná leiknum gegn Man United

Enski boltinn

Mendy sviptur ökuleyfi í eitt ár

Enski boltinn

Gary Cahill íhugar framtíð sína hjá Chelsea

Auglýsing

Nýjast

Landið að rísa aftur á Skaganum

Tiger deilir forskotinu með Rose í Atlanta

Þjálfari Úrúgvæ fær nýjan samning 71 árs gamall

Conor McGregor semur við UFC um sex bardaga

Birgir Leifur fékk tvo erni og nær niðurskurði

Valsmenn með sex fulltrúa í B-landsliðinu

Auglýsing