Fótbolti

Aron Einar og Kolbeinn ekki á leikskýrslu

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji, eru ekki í leikmannahópi liða sinna í leikjum liðanna í dag.

Aron Einar Gunnarsson er að glíma við smávægileg meiðsli. Fréttablaðið/Getty

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og andsliðsframherjinn, Kolbeinn Sigþórsson, eru fjarri góðu gamni með liðum sínum í fyrsta leik liðanna í deildum sínum. 

Aron Einar er enn að jafna sig að fullu eftir aðgerð sem hann fór í vegna ökklameiðsla sinna fyrr á þessu ári og þess álags sem var á ökkla í leikjum með íslenska landsliðinu á HM í sumar.

Hann er ekki í leikmannahópi Cardiff City sem mætir Bournemouth í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þessa stundina. Cardiff City eru nýliðar í deildinni á yfirstandandi leiktíð. 

Kolbeinn sem hefur glímt við meiðsli í hné og meiðslum sem hafa komið til vegna hné meiðslanna síðan árið 2016 var ekki valinn í leikmannahóp Nantes sem mætir Monaco í fyrstu umferð frönsku efstu deildarinnar. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Messi kemur ekki til greina sem leik­maður ársins

Fótbolti

„Dagný hringdi og tilkynnti að þetta myndi ekki nást“

Fótbolti

Segir að þýska liðið óttist Ísland

Auglýsing

Nýjast

Liverpool með fullt hús stiga

Fjórða þrenna Viktors tryggði Þrótti fjórða sigurinn í röð

Guðmundur Karl kom Fjölni til bjargar á elleftu stundu

Valsmenn unnu toppslaginn í Kópavogi

Karius að yfirgefa Liverpool á láni

Vantar bara tvær þrennur til að jafna met Shearers

Auglýsing