Fótbolti

Aron Einar og Kolbeinn ekki á leikskýrslu

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsframherji, eru ekki í leikmannahópi liða sinna í leikjum liðanna í dag.

Aron Einar Gunnarsson er að glíma við smávægileg meiðsli. Fréttablaðið/Getty

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, og andsliðsframherjinn, Kolbeinn Sigþórsson, eru fjarri góðu gamni með liðum sínum í fyrsta leik liðanna í deildum sínum. 

Aron Einar er enn að jafna sig að fullu eftir aðgerð sem hann fór í vegna ökklameiðsla sinna fyrr á þessu ári og þess álags sem var á ökkla í leikjum með íslenska landsliðinu á HM í sumar.

Hann er ekki í leikmannahópi Cardiff City sem mætir Bournemouth í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar þessa stundina. Cardiff City eru nýliðar í deildinni á yfirstandandi leiktíð. 

Kolbeinn sem hefur glímt við meiðsli í hné og meiðslum sem hafa komið til vegna hné meiðslanna síðan árið 2016 var ekki valinn í leikmannahóp Nantes sem mætir Monaco í fyrstu umferð frönsku efstu deildarinnar. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Bolt ekki á leiðinni til Möltu

Fótbolti

Khan dregur til baka tilboð sitt í Wembley

Fótbolti

Wenger boðar endurkomu sína

Auglýsing

Nýjast

Markmiðið var að vinna gull

Selfoss á toppinn

Snæfell áfram með fullt hús stiga

Kristján Örn tryggði ÍBV stig í Mosfellsbæ

Keflavík gengur frá þjálfaramálum sínum

Barcelona komið í úrslit á HM

Auglýsing