Jóhann Berg Guðmundsson og Aron Einar Gunnarsson eru báðir fjarverandi vegna meiðsla í landsliðshóp Íslands fyrir leikina gegn Tyrklandi og Moldóvu.

Þetta varð ljóst eftir að Erik Hamrén opinberaði landsliðshópinn fyrir komandi verkefni í dag.

Aron Einar meiddist í lokaleik Al Arabi fyrir síðasta landsliðsverkefni og var því ekki með liðinu í leikjunum gegn Frakklandi og Andorra.

Þá er Jóhann Berg ennþá frá eftir að hafa meiðst í leik Íslands og Frakklands.

Albert Guðmundsson er enn frá vegna meiðsla í ökkla eftir að hafa meiðst í leik með AZ Alkmaar.