Aron Einar Gunnars­son, leik­maður katarska liðsins Al-Arabi mun vera á meðal þeirra sem spilar fyrsta keppnis­leikinn á hinum glæ­nýja Lusa­il leik­vangi sem mun hýsa úr­slita­leikinn á komandi Heims­meistara­móti sem hefst í Katar í nóvember síðar á árinu.

Al-Arabi mætir Al Rayya í 2. um­ferð katörsku deildarinnar í kvöld og verður það fyrsti leikurinn til þess að fara fram á Lusa­il leik­vanginum.

Aron Einar og fé­lagar í Al-Arabi unnu fyrsta leik sinn í deildinni gegn Qatar SC á dögunum og sigur gegn Al Rayy­an í kvöld gæti komið liðinu í topp­sæti deildarinnar.

Stórglæsilegur, Lusail leikvangurinn
Fréttablaðið/GettyImages