Fótbolti

Aron Einar liggur undir feldi

Cardiff City sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla á næstu leiktíð í vor hefur boðið Aroni Einari Gunnarssyni, landsliðsfyrirliða, nýjan samning.

Aron Einar Gunnarsson skorar hér fyrir Cardiff City.

Cardiff City sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla á næstu leiktíð í vor hefur boðið Aroni Einari Gunnarssyni, landsliðsfyrirliða, nýjan samning. Það er Wales Online sem greinir frá þessu.

Samningur Arons Einars við Cardiff City rennur út í sumar, en hann gaf það í skyn í vetur að hann hyggðist framlengja samning sinn við félagið ef liðið kæmist upp í efstu deild. 

Aron Einar hefur verið á mála hjá Cardiff City frá árinu 2011, en hann kom til félagsins frá Coventry City. Aron Einar hefur einnig leikið með Þór Akureyri og AZ Alkmaar á feri sínum. 

Aron Einar lék með Cardiff City í ensku úrvalsdeildinni keppnistímabilið 2013 til 2014, en liðið staldraði einungis við í eina leiktíð í deild þeirra bestu og féll vorið 2014 og hefur verið í B-deildinni þar til í vor.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Um­deildri brons­styttu af Ron­aldo skipt út fyrir nýja

Fótbolti

Marti­al sagður vilja burt frá United

Fótbolti

Sex af tíu verð­mætustu fé­lögum heims á Eng­landi

Auglýsing

Nýjast

HM 2018 í Rússlandi

Svipta Pogba markinu gegn Ástralíu

Sport

Vilja Hannes í ensku úrvalsdeildina

HM 2018 í Rússlandi

Engin æfing hjá landsliðinu í dag

HM 2018 í Rússlandi

Alfreð upp að hlið Arnórs og Ríkharðs

HM 2018 í Rússlandi

Heimir segir stigið gegn Argentínu verðskuldað

HM 2018 í Rússlandi

Birkir fékk treyjuna hjá Messi

Auglýsing