Aron Einar er á sínu þriðja tímabili í Katar en Al-Arabi vann 1-3 sigur á útivelli í dag. Liðið hefur byrjað frábærlega á þessu tímabili og hefur unnið fjóra af fyrstu sex deildarleikjunum. Situr Al-Arabi í þriðja sæti deildarinnar og er liðið þremur stigum frá toppliði Al-Sadd.

Heimir Hallgrímsson lét af störfum sem þjálfari liðsins í sumar en Younis Ali tók við starfinu og hefur farið vel af stað.

Aron Einar hefur mikið verið í fréttum hér á landi síðustu vikurnar. Kæra er nú á borði lögreglu en kona sakar Aron og annan íslenskan knattspyrnumenn um að hafa nauðgað sér árið 2010 í Kaupmannahöfn. Aron Einar hefur hafnað sök í málinu en málið er á borði lögreglu hér á landi.

Á meðan rannsókn lögreglu er í gangi hefur Vanda Sigurgeirsdóttir nýr formaður KSÍ boðað það að Aron Einar komi ekki til greina í íslenska landsliðið.