Aron Einar Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við Al-Arabi í Katar. Hann skrifar undir út næstu leiktíð en í samningnum er möguleiki á að framlengja hann um eitt ár að því loknu.
Hinn 33 ára gamli Aron Einar hefur verið á mála hjá Al-Arabi frá árinu 2019. Hann kom frá Cardiff City eftir að hafa leikið með liðinu í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2018-2019.
Aron á 97 A-landsleiki að baki fyrir Íslands hönd. Hann fór með liðinu á bæði lokakeppni Evrópumótsins árið 2016 og Heimsmeistaramótsins 2018.
Miðjumaðurinn hefur hins vegar ekkert leikið með landsliðinu undanfarið vegna meints kynferðisbrots hans í Kaupmannahöfn árið 2010.
تم تجديد عقد المحترف الايسلندي ارون جوناسون حتى نهاية موسم 2023/2022 مع خيار التمديد لموسم إضافي آخر ⚪️🔴 pic.twitter.com/4by8nJ5uUE
— Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) June 30, 2022