Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins ferðaðist ekki með liðinu til Suður-Kóreu og tekur því ekki þátt í leik liðsins á morgun.

Þetta er meðal annars þess sem kemur fram í ítarlegu viðtali við Arnar Þór Viðarsson í Fréttablaðinu á morgun.

Aron Einar byrjaði í æfingaleik gegn Sádí Arabíu á sunnudag en hélt síðan yfir til Katar og æfir þessa dagana með Al-Arabi.

Hann mætir síðan aftur í landsliðið á mánudag þegar liðið kemur saman fyrir Baltic Cup í Litháen.

Á mótinu leika fjórar þjóðir og eru þær Eistlandi, Lettland, Litháen og Ísland. Ísland mætir Litháen í undanúrslitum 16. nóvember. Liðið mætir svo Eistlandi eða Lettlandi 19. nóvember.