Aron Einar Gunnars­son, fyrir­liði ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta, er búinn að gefa skýrslu hjá lög­reglu vegna rann­sóknar á meintu kyn­ferðis­broti í Kaup­manna­höfn fyrir ellefu árum.

RÚV greinir frá þessu.

Í sömu frétt kemur fram að Eggert Gunn­þór Jóns­son sé einnig búinn að gefa skýrslu.

Greint var frá því í októ­ber síðast­liðnum að ís­lensk kona hefði lagt fram kæru vegna málsins á dögunum, en hún sakar Aron Einar og Eggert Gunn­þór um að hafa nauðgað sér í Kaup­manna­höfn árið 2010.

Aron Einar og Eggert Gunn­þór hafa báðir neitað sök og kallaði Aron Einar sjálfur eftir því í yfir­lýsingu sem hann sendi frá sér að hann fengi að gefa skýrslu hjá lög­reglu vegna málsins.