Aron Pálmarsson er kominn aftur í leikmannahóp Álaborgar fyrir leik gegn HC Meshkov Brest frá Hvíta-Rússlandi í Meistaradeild Evrópu í kvöld eftir að hafa verið að glíma við meiðsli undanfarnar vikur.

Aron meiddist á mjöðm í leik Álaborgar og Ringsted mættust í dönsku deildinni þann 8. september síðastliðinn.

Landsliðsfyrirliðinn hefur misst af leikjum gegn Norsjælland, Kolding, Skanderburg og Lemvig í deildinni, leikjum gegn PPD Zagreb, Montpellier og Vardar í Meistaradeild Evrópu og Al-Wehda, Magdeburg og EC Pinheiros í IHF Super Globe undanfarnar vikur.

Þetta verður því fyrsti leikur Arons í Meistaradeildinni fyrir nýja félag sitt eftir að hafa samið við Álaborg fyrr á þessu ári.