Arnór Guð­john­sen segir son sinn Arnór Borg vera á réttri leið á sínum ferli eftir mikil meiðsli sem að hans sögn tóku mikið á hann and­lega. Arnór Borg er nú leik­maður Víkings Reykja­víkur og hann mætir bróðir sínum, Eiði Smára Guð­john­sen, þjálfara FH í úr­slita­leik Mjólkur­bikarsins á Laugar­dals­velli á laugar­daginn.

„Hann hefur verið gríðar­lega ó­heppinn með meiðsli og verið mikið meiddur," segir Arnór um son sinn Arnór Borg í sam­tali við Frétta­blaðið. „Það hefur verið rosa­legur eltingar­leikur að finna út hvað var raun­veru­lega að plaga hann. Það tók langan tíma að greina það loksins.“

Um nokkurra ára meiðsla­sögu er að ræða hjá Arnóri Borg sem virðist loks hafa tekið enda og er hann farinn að ná að tengja saman mánuði hjá Víkingum.

„Þetta hafði mikil á­hrif á hann and­lega,“ segir Arnór um meiðsla­tíma sonar síns. „Að vita ekki hvað það var sem var í raun og veru að plaga hann. Maður er dá­lítið svekktur og þá hann náttúru­lega sér­stak­lega því það hefði verið hægt að greina þessi meiðsli fyrr.

Það voru alls konar rann­sóknir gerðar á honum, mynda­tökur og fleira, en ekkert virtist vera að.Svo loksins þegar það er farið út í ná­kvæmari greiningar kemur það í ljós hvað var að plaga hann. Það ferli eitt og sér tók ein­hverja fjóra til fimm mánuði sem náttúru­lega setti tíma­bil hans hér heima í mikið upp­nám.

Það þýðir hins vegar ekkert að væla yfir því núna og ég held hann sé bara virki­lega kátur hjá Víkingum og með hausinn við fót­boltann eins og er raunin í þessari fjöl­skyldu.“