Arnór Þór Gunnarsson verður með fyrirliðabandið þegar Ísland mætir Portúgal í undankeppni EM í dag. Með því leikur hann eftir afrek bróður síns sem er fyrirliði karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson hafa skipst á fyrirliðahlutverkinu undanfarin ár en þeir eru báðir fjarverandi. Guðjón Valur er búinn að leggja skóna á hilluna og Aron er að glíma við meiðsli.

Arnór tekur því við fyrirliðabandinu í kvöld og er líklegur til að bera það í næstu leikjum Íslands í lokakeppni HM. Með því hefðu bræðurnir því báðir leitt Ísland inn í lokakeppni HM.

Leikurinn gegn Portúgal í dag verður 115. leikur Akureyringsins fyrir Íslands hönd og er hann á leiðinni á sitt áttunda stórmót með karlalandsliðinu.

Í þessum 114 leikjum til þessa hefur Arnór skorað 332 mörk.