KR-ingar verða án Arnórs Sveins Aðalsteinssonar næstu vikurnar næstu vikurnar en hann fór meiddur af velli þegar Vesturbæingar tryggðu sér Reykjavíkurmeistaratitilinn í knattspyrnu karla í 40. skipti með 2-0 sigri gegn Val í úrslitaleik mótsins á Origo-vellinum í gærkvöld.

Arnór Sveinn var borinn af velli í upphafi leiksins en hann varð fyrir meiðslum eftir hressilega tæklingu Patrick Pedersen, sóknarmanns Vals. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði í samtali við Fréttablaðið að í ljós hafi komið við skoðun að um tognun í liðbandi í ökkla væri að ræða.

Rúnar var ekki viss um hver tímaramminn væri á því hvenær Arnór Sveinn verði kominn aftur inn á knattspynuvöllinn. Það verður hins vegar klárlega í tæka tíð fyrir fyrsta leik KR-liðsins í titilvörninni í Pepsi Max-deildinni sem hefst einmitt með leik á móti Val að Hlíðarenda 22. apríl næstkomandi.

Þessi öflugi varnarmaður var í lykilhlutverki hjá KR-ingar í hjarta varnarinnar hjá liðinu þegar liðið varð Íslandsmeistari síðasta sumar. Samstarfsfélagi hans í vörn KR, Finnur Tómas Pálmason, er einnig að glíma við meiðsli en hann fótbrotnaði í upphafi þessa árs þegar hann var við æfingar hjá Glasgow Rangers.

Þá sleit Emil Ásmundsson sem kom til KR frá Fylki síðasta haust krossband í leik með KR-liðinu nýverið og Alex Freyr Hilmarsson er einnig að jafna sig eftir krossbandaslit sem hann varð fyrir síðasta sumar. Hjalti Sigurðsson í leik með KR-liðinu í Reykjavíkurmótinu.

Beitir Ólafsson markvörður KR hefur svo hvílt undanfarna mánuði að læknisráði en hann mun fara með liðinu til Bandaríkjanna í æfingarferð liðsins eftir tvær vikur. Þar mun hann hefja æfingar með sjúkraþjálfara og hefja æfingar af fullum krafti í kjölfarið.