Arnór Snær Óskars­son, leik­maður karla­liðs Vals í hand­bolta hefur verið kallaður inn í lands­liðs­hóp ís­lenska lands­liðsins sem á fram undan leiki í undan­keppni EM. Frá þessu er greint í færslu HSÍ á sam­fé­lags­miðlum.

Arnór hefur leikið á alls oddi með Vals­mönnum á yfir­standandi tíma­bili, liðið varð á dögunum deildar­meistari hér heima fyrir og hefur tryggt sér sæti í 16-liða úr­slitum Evrópu­deildarinnar þar sem fram undan er ein­vígi gegn þýska liðinu Göppin­gen.

Það eru þeir Ágúst Jóhanns­son og Gunnar Magnús­son sem stýra ís­lenska lands­liðinu í komandi leikjum. Í síðasta mánuði var greint frá því að Guð­mundur Guð­munds­son og HSÍ hefðu komist að sam­komu­lagi um að binda endi á sam­starf sitt.

Ís­land á leik gegn Tékk­landi á úti­velli á mið­viku­daginn næst­komandi.