Arnór Snær Óskarsson, leikmaður karlaliðs Vals í handbolta hefur verið kallaður inn í landsliðshóp íslenska landsliðsins sem á fram undan leiki í undankeppni EM. Frá þessu er greint í færslu HSÍ á samfélagsmiðlum.
Arnór hefur leikið á alls oddi með Valsmönnum á yfirstandandi tímabili, liðið varð á dögunum deildarmeistari hér heima fyrir og hefur tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þar sem fram undan er einvígi gegn þýska liðinu Göppingen.
Það eru þeir Ágúst Jóhannsson og Gunnar Magnússon sem stýra íslenska landsliðinu í komandi leikjum. Í síðasta mánuði var greint frá því að Guðmundur Guðmundsson og HSÍ hefðu komist að samkomulagi um að binda endi á samstarf sitt.
Ísland á leik gegn Tékklandi á útivelli á miðvikudaginn næstkomandi.
A karla | Arnór Óskarsson kallaður inn
— HSÍ (@HSI_Iceland) March 6, 2023
Ágúst Jóhannsson og Gunnar Magnússon hafa kallað Arnór Snæ Óskarsson inn í A landsliðs karla sem ferðast í dag til Tékklands en liðið leikur þar ytra á miðvikudaginn í undankeppni EM 2024. #handbolti #strakarnirokkar pic.twitter.com/0VyRViqnJY