Fótbolti

Arnór skoraði gegn Roma

Íslendingarnir í CSKA Moskvu komu mikið við sögu þegar liðið tapaði fyrir Roma í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Arnór fagnar marki sínu fyrir framan stuðningsmenn CSKA. Fréttablaðið/AFP

Arnór Sigurðsson skoraði mark CSKA Moskvu þegar liðið tapaði fyrir Roma, 1-2, í G-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hörður Björgvin Magnússon var rekinn af velli skömmu eftir mark Arnórs sem var hans fyrsta fyrir CSKA.

Skagamaðurinn er þriðji Íslendingurinn sem skorar í Meistaradeildinni á eftir Eiði Smára Guðjohnsen og Alfreð Finnbogasyni.

Kostas Manolas kom Roma yfir strax á 4. mínútu og gestirnir leiddu í hálfleik. Á 50. mínútu jafnaði Arnór fyrir CSKA með góðu skoti úr vítateignum.

Sex mínútum síðar fékk Hörður Björgvin sitt annað gula spjald og þar með rautt. Rómverjar gengu á lagið og aðeins þremur mínútum eftir brottreksturinn kom Lorenzo Pellegrini þeim yfir. Og það mark dugði til sigurs. Arnór var tekinn af velli á 64. mínútu.

CSKA er í 3. sæti riðilsins með fjögur stig en Roma er á toppnum með níu stig.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Solari fær langtímasamning hjá Real Madrid

Fótbolti

Tveggja leikja bann fyrir pirringskastið

Fótbolti

Rooney mun klára ferilinn í Bandaríkjunum

Auglýsing

Nýjast

Haukar nálgast toppliðin - Stjarnan úr botnsætinu

Birgir Leifur úr leik

Rekinn eftir 73 daga í starfi

Helena: Einhvern veginn allt að

Helena á heimleið

Ólafur bestur þegar mest á reynir

Auglýsing