Arnór Sigurðsson landsliðsmaður í knattspyrnu byrjar keppnistímabilið í rússnesku efstu deildinni í knattspyrnu karla með glæsibrag.
Arnór skoraði annað mark CSKA Moskvu þegar liðið vann Orenburg með tveimur mörkum gegn einu í fyrstu umferð deildarinnar í dag.
Hann tók þá boltann á lofti og þrumaði boltanum upp í samskeytin nær. Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn fyrir CSKA Moskvu en Arnór var tekinn af velli á 87. mínútu leiksins.
Markið glæsilega Arnórs má sjá hér að neðan:
Booooom Arnór Sigurðsson (@arnorsigurdsson) scores for @PFCCSKA_en 🇮🇸⚽️👌 #TeamTotalFootball pic.twitter.com/ZmCaU9bQd7
— Total Football (@totalfl) July 20, 2019