Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, hefur verið lánaður frá rússneska félaginu CSKA Moskvu til ítalska A-deildarliðsins Venezia.

Arnór, sem er 22 ára sóknartengiliður, hefur framlengt samning en hann er samningsbundinn í Moskvu til vorsins 2024. Lánssamningurinn í Feneyjum gildir út komandi keppnistímabil.

Þetta er þriðja félagið sem Arnór leikur með erlendis en hann gekk í raðir Norrköping árið 2017 og svo til CSKA Moskvu um það bil ári síðar.

Þessi uppaldi Skagamaður verður fimm íslenski leikmaðurinn í herbúðum Venezia en en Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkason spila með aðalliðinu.

Jakob Franz Pálsson, leikmaður Þórs Akureyrar, og Kristófer Jónsson, sem er á mála hjá Val, eru á láni hjá Venezia en þeir leika með unglinga- og varaliði félagsins.